Tónleikar @ Gallerí Gónhóll

Ég fór á tónleika í gær. Djöfull voru þeir góðir. Ég ætla að fara yfir þá í stuttu máli

Dust Cap
Þriðja skiptið sem ég fer á tónleika með Dust Cap. Þeir eru alltaf hressir. Vinur minn var að heyra í þeim í fyrsta skiptið á þessum tónleikum og keypti diskinn þeirra þegar þeir voru búnir að spila. Annars keypti ég diskinn líka og hlustaði á hann þegar ég kom heim.

Muck
Fyrsta skiptið sem ég sé þá live. Fannst þeir helvíti góðir bara. Keypti svo bol frá þeim fyrir tónleikana.

Momentum
Annað skiptið sem ég fer á tónleika með Momentum. Fyrsta skiptið sem ég fór þá fannst mér þeir góðir en núna voru þeir svona lala. Eins og vinur minn sem ég fór með á fyrstu tónleikana með þeim sagði þegar þeir voru búnir að spila: "Þetta var ekki eins og síðast. Það vantaði einhvern til að mixa hjá þeim í þetta skipti"

Forgarður Helvítis
Annað skiptið sem ég fer á tónleika með Forgarðinum. Djöfull voru þeir góðir. Held ég hafi aldrei slammað eins mikið. Ég fór í pittinn en meikaði hann reyndar ekki svo ég stökk úr honum og til vina minna og fór aftur að slamma. Forgarðurinn er alltaf hress.

Celestine
Fyrsta skiptið sem ég fer á tónleika með þeim og ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Fannst þeir ekkert sérstakir þegar ég hlustaði á þá í tölvunni minni en eftir að hafa farið á tónleika með þeim þá er ég eiginlega bara byrjaður að fýla þá í botn.

--------------------------

Gallerí Gónhóll var klárlega staðurinn til að halda þessa tónleika á. Flott lýsing, lítill og þægilegur staður.

Takk fyrir mig.

1 comments:

  Anonymous

November 24, 2008 at 11:46 AM

Ægir slamm...;)

djók... kisskiss á Eyrarbakka..