Þessi Eða Þessi
Svarið er: Þeir eru jafn merkilegir
Ég er orðinn helvíti þreyttur á þegar fólk segir: ,,Þessi er svo frægur. Afhverju get ég ekki verið jafn merkileg/ur og hann?''. Oftast er svar mitt við þessari spurningu: ,,Ja, þú ert núþegar jafnmerkileg/ur og hann". Þótt maður sé róni eða forseti þá er maður ekkert merkilegri ef maður er forseti og maður er ekkert ómerkilegri ef maður er róni. Við erum öll jafnmerkileg og eigum ekki að hugsa að einhver sé merkilegri eða ómerkilegri en við sjálf. Tildæmis þegar ég sé "celeb" vera að rölta úti þá fer ég ekkert að monta mig að því og segja ,,Ó mæ gosh, ég sá þússt Jónsa vera fá sér pylsu í Bæjarins Bestu". Það gerir mig ekkert merkilegri á því að hafa séð hann og hann er ekkert merkilegri en ég eða þú. Satt að segja þá sjáum við "celebs" á hverjum degi í auglýsingum, slúðurblöðum, úti á röltinu, við matarborðið heima hjá okkur og þegar við horfum í spegil. Með þessu er ég að meina að við erum öll "celebs" og við erum öll jafnmerkileg "celebs". Á hverjum degi þegar við sjáum Hollywood stjörnur, listamenn, tónlistarmenn og stjórnmálamenn hugsum við: ,,Ég vil verða eins og þessi. Hann á fullt af peningum og hann er frægur" í staðinn en að hugsa um að peningar og frægð gerir fólk ekki merkilegri né hamingjusamari og að maður eigi frekar að gera einhvað sem maður sjálfur vill. Eina sem þessi "celebs" hugsa um er peningar, frægð og græðgi en þau vilja kannski ekki hugsa um það. Þvímiður er peningar, frægð og græðgi illska sem dregur fólk að sér.
Nú er spurningin: ef þú værir fræg hollywood stjarna eða moldríkur forseti, myndi það gera þig einhvað merkilegri og hamingjusamari en þú ert í dag?
7 comments:
November 16, 2008 at 9:08 AM
Ég er hjartanlega sammála þér. Ég sé ekki að einhvern einn sé merkilegri en einhver annar. Þar af leiðandi tel ég ekki að ég væri neitt merkilegri en neinn annar þó ég væri frægur eða forseti.
November 16, 2008 at 10:24 AM
Ég er sammála!
Og svarið er nei!
við erum öll jöfn!
November 16, 2008 at 10:28 AM
Flott blogg hjá þér og er virkilega satt.
November 16, 2008 at 2:05 PM
Rétt hjá þér frændi alveg kórrétt.
Kveðja Eiríkur
January 15, 2010 at 9:08 PM
I want not agree on it. I regard as precise post. Particularly the appellation attracted me to study the intact story.
January 19, 2010 at 6:20 PM
Amiable fill someone in on and this enter helped me alot in my college assignement. Thanks you seeking your information.
January 20, 2010 at 9:23 PM
Easily I to but I dream the post should prepare more info then it has.
Post a Comment