Bíómyndir

Ég horfi mikið á bíómyndir og vil þess vegna telja upp nokkrar af mínum uppáhalds myndum upp. Mæli sterklega með að þið horfið á þær.

Clockwork Orange
Eftir Stanley Kubrick



Það eru ekki margir sem fýla þessa mynd en einhvað við hana lætur mig dýrka hana. Myndin er um vandræðagemlinginn og geðsjúklingin Alex sem fer út að gera einhvað að sér á hverjum degi með 3 öðrum vinum sínum. Eitt kvöld gengur Alex svo langt að hann verður konu óvart að bana. Er hann því dæmdur í fangelsi og þar er farið illa með hann. Eina sem Alex langar að vera er að vera góður og þegar hann fréttir að það væri að gera tilraun í að gera illan hug glæpamanna góðann þá ákveður hann strax að taka þátt í þessari tilraun. Hvað gerist svo? Ja, ég ætla ekki að eyðileggja myndina fyrir ykkur.
Allavega er þetta frábær mynd og ég mæli sterklega með að horft sé á hana. Hún er svolítið skrýtin en það er bara betra.

Dark City
Eftir Alex Proyas




Já þessi mynd er örugglega eina sci-fi þvælu myndin sem ég fýla. Myndin byrjar á að aðalpersónan John Murdoch ( Rufus Sewell ) vaknar í baðkari. Hann man ekki neitt og veit ekki einu sinni hvað hann heitir. Skyndilega hringir síminn og svarar prófessorinn Dr. Daniel Schreber ( Kiefer Sutherland ) og segir að John sé tilraun hans. Þegar John fer fram sér hann dána konu liggjandi á gólfinu. Hvað gerðist? Drap hann hana? Þið verðið að horfa á myndina til þess að vita það.

The Wicker Man
Eftir Robin Hardy



Frábær Bresk mynd frá árinu 1973. Það var gert endurgerð á þessari mynd hitt í fyrra og satt að segja þá var endurgerðin hræðileg. Myndin er um litla eyju í Skotlandi. Lögreglumaðurinn Neil Howie er sendur þangað til að rannsaka hvarf ungrar stúlku. Er hann rannsakar hvarfið kemst hann af skrýtnum siðum eyjaskeggja og dularfulla hluti sem gerast í kringum þá.
Ég vil helst ekki segja meira frá myndini en ef þið fýlið alvöru gamlar spennu/hryllingsmyndir þá mæli ég sterklega með þessari. Hún er ekki eins og þessar leiðinlegu bandarísku hryllingsmyndir sem eru alltaf með sama söguþræðinum. Þessi er ekki full að blóði og viðbjóði. Þessi mynd er alvöru hryllingsmynd og hananú!


Þetta eru nú ekki allar uppáhaldsmyndirnar mínar enda myndi ég aldrei nenna að telja þær upp. Endilega tékkið á þessum myndum.

1 comments:

  Anonymous

November 19, 2008 at 1:17 PM

Clockwork Orange er búinn að vera í uppáhaldi hjá mér í mörg ár... Snilldarmynd og greinilegt að við höfum líkan smekk á myndum
kv eiríkur