Mitt Pláss

Ég er kominn með nóg af þessari síðu. Myspace.com er klárlega eitt mesta rusl í heimi.

Ég byrjaði á myspace 13 ára og var síðan helvíti fín í fyrstu. Tom eigandi myspace var samt það eina sem angraði mig við síðuna á þeim tíma. Þegar ég var búinn að vera í mánuð á myspace eyddi ég Tom útaf vinalistanum. Jæja eftir mánuð fékk ég svo skilaboð frá Tom þar sem hann vildi að allir sem hafi eytt sér myndu senda vinaboð til hans aftur. Ég ákvað að gera það ekki því mér fannst þetta þrjóska og vitleysa. Í skilaboðunum stóð að það ættu allir að hafa hann í vinum á myspace því annars myndi myspace ekki ganga upp. Núna eftir 2 ár hefur hann ekki gert neitt í því að ég addaði honum ekki enda hefur maðurinn örugglega betri hluti að gera.

Fyrir utan Tom hefur myspace verið fínt þangað til nú. Núna eru þessar endalausu viðbætur sem sumar hafa engan tilgang og allir að bjóða manni í þær. Á facebook getur maður blokkað þessar beiðnir en hinsvegar er það ekki hægt á myspace.
Undanfarið hefur groups eða grúppur verið að aukast hrikalega á myspace og allar hljóma þær svona:

  • Ef 700 manns joina hleyp ég nakin niður laugarveginn
  • Félag fyrir tyggjófíkla
  • Félag fyrir þá sem eru búin að fá nóg af 95 og 96 módelum
Og svona er hægt að halda endalaust áfram.
Persónulega þá þoli ég ekki þessar grúppur. Mér finnst þær algjörlega tilgangslausar og leiðinlegar. Ég man að ég gerði grúppu fyrir löngu sem hét "Íslenskt pönk". Það var grúppa sem hafði tilgang. Ég meina allir elska tyggjó en er hægt að segja það sama um Íslenskt pönk? Svarið er nei!

Á myspace er líka svona top friends drama. Tildæmis ef Kalli er ekki í top friends hjá Ölmu en Emil er í top friends þá heldur Kalli að Alma líti ekki á hann sem vin. Þetta er algjörlega fáranlegt! Ég meina hvað með það ef Kalli er ekki í top friends hjá Ölmu. Þau eru ekkert minni vinir þrátt fyrir það. Ég nenni yfirleitt ekki að standa í svona dæmi svo ég hef oftast bara einhverja í top friends sama þótt ég hafi aldrei hitt þá eða er alltaf með þeim.

Á facebook er þetta öðruvísi. Þar er enginn geðveikur prófíll, maður getur blokkað viðbætur, það eru ekki endalaust af tilgangslausum grúppum, það er ekkert top friends drama og það er enginn Tom

Yfir höfuð er myspace hin mesta rusl síða!

3 comments:

  Anonymous

November 28, 2008 at 8:16 AM

Gleymi því ekki þegar þú kvartaðir í mér að þú værir ekki í Top Friends.

-Jöllz

  Ægir

November 28, 2008 at 8:18 AM

Haha það var bara létt djók

  Anonymous

November 28, 2008 at 10:30 AM

Það segja þeir allir.