Áhrifavaldar í gítarleik

Langaði að blogga smá um gítarmennsku mína.

Ég var alinn upp við að spila á gítar. Pabbi gerði margar tilraunir tilþess. Þegar ég var svona 2-3 ára þá gaf pabbi mér lítinn kassagítar. Þar sem ég er með þennan pönkara bæði frá mömmu og pabba hugsaði ég: "Ég þarf ekkert að kunna að spila á þetta. Ég þarf bara að vera rokkari". Svo ég fór að pabba og mömmu og ákvað að gera það sama og pabbi gerði í rokk í reykjavík og lemja gítarnum svolítið í gólfið og eyðileggja hann ( þurfti að fara mínar leiðir enda var ég hvorki með gítar né bassa ). Ég held að pabbi hafi ekkert verið voða sáttur með það svo hann beið þangað til ég varð 7 ára og gaf mér gítar þá. Hann var búinn að kenna mér riffið af lollipops fyrir og fyrst spilaði ég það á fullu þangað til ég varð frekar þreyttur á því og fór að reyna að búa til mín eigin lög. Ég kunni ekki neitt nema þetta riff af lollipops svo ég bullaði bara eitthver lög enda með pönk í genunum. Ég get sagt það hreint út að pabbi er ástæðan yfir því að ég byrjaði að spila á gítar.
Ætli maður komi ekki með eitt myndband af manninum þótt hann sé að spila á bassa í því.

Sjálfsfróun - Lollipops


Jæja ég var nokkur ár að glimra á þennan kassagítar og spila lollipops eða illa spilað pönk frá sjálfum mér. Loksins kemur Eiríkur frændi til sögu. Hann kunni ekkert á gítar en hann var alltaf að hlusta á eitthvað þungarokk inn í herberginu sínu. Einn daginn fer ég og spyr hann: "Hvað heitir þessi hljómsveit?" og hann svarar: Iron Maiden. Ég fór þá að hlusta svolítið á Iron Maiden með Eiríki og langaði mér hrikalega að spila eins og Dave Murray. Dave Murray er einn af uppáhaldsgítarleikurunum mínum enn í dag.

Iron Maiden - Hallowed Be The Name


Eftir nokkurn tíma af sama gítarspilinu byrjaði ég að suða í afa hvort hann gæti keypt rafmagnsgítar handa mér. Ég þurfti að bíða í nokkurn tíma þangað til hann myndi gera það en á endanum gerði hann það ( eða borgaði uppí gítarinn. Ég man það ekki alveg ). Ég kunni ekki neitt en hélt áfram mínu pönkglimri. En Helga var mikið að hlusta á Nirvana og ýtti það mér mikið af stað. Þetta lag kom mér einmitt af stað í rafmagnsgítarleik þótt það sé ekkert rosalegt gítarspil:

Nirvana - Come As You Are


Svo kom tímabil hjá mér þar sem ég var orðinn svo mikill pönkari og gelgja að ég hélt að ég þurfti ekki að kunna á spila á gítar til að vera í hljómsveit. Það var mikill tími sem fór sem ég hefði getað verið að æfa mig á gítar en loks byrjaði ég að hlusta á mun þyngri tónlist heldur en ég var vanur. Þessi tónlist kallast dauðarokk og var ástæðan yfir því að mig langaði að kunna mikið meira á gítar. Ég algjörlega festist í þunganum í smá tíma. Origin, Death, Sepultura og Gorgasm voru allt hljómsveitir sem ég hlustaði mikið á en ég get sagt það að ástæðan yfir því að ég byrjaði aftur að æfa mig á gítar var þessi hljómsveit með þetta lag:

Cannibal Corpse - Hammer Smashed Face


Þvímiður kom aftur tímabil þar sem ég hætti að spila á gítar. Þá kynntist ég gangsta rappi en það tímabil var fljótt að fara af mér. Eftir það fór ég mikið að æfa allskonar gítartækni og lærði allt Hammer Smashed Face lagið á gítar. Eftir þetta gangsta rapps tímabil er tónlistarsmekkurinn minn samt mikið breiðari og hlusta ég á allt frá Jassi til Grindcores. Ég hef ekki meira að segja en ég ætla að enda þetta með myndbandi af meistara Eric Johnson:

Eric Johnson - Cliffs of Dover

Langt síðan síðast

Jæja ég hef verið í nógu miklu fríi og nú langar mig að byrja að blogga aftur.

Ég vil byrja á að segja gleðilegt nýtt ár. Annars ætla ég ekki að blogga mikið núna.
Ég hef mikið verið að hlusta á anarkískt pönk undanfarið ( sex pistols er ekki anarkískt ) eins og Burnt Cross, Crass, A//Political og Conflict. Mjög gott allt saman. Hér eru nokkur dæmi:


Burnt Cross - Arms Trade, Death Trade


Crass - Bloody Revolution


Conflict - The Serenade Is Dead

Eins og ég sagði þá er þetta stutt blogg og ég skal vera duglegur að blogga á næstuni.