Mitt Pláss

Ég er kominn með nóg af þessari síðu. Myspace.com er klárlega eitt mesta rusl í heimi.

Ég byrjaði á myspace 13 ára og var síðan helvíti fín í fyrstu. Tom eigandi myspace var samt það eina sem angraði mig við síðuna á þeim tíma. Þegar ég var búinn að vera í mánuð á myspace eyddi ég Tom útaf vinalistanum. Jæja eftir mánuð fékk ég svo skilaboð frá Tom þar sem hann vildi að allir sem hafi eytt sér myndu senda vinaboð til hans aftur. Ég ákvað að gera það ekki því mér fannst þetta þrjóska og vitleysa. Í skilaboðunum stóð að það ættu allir að hafa hann í vinum á myspace því annars myndi myspace ekki ganga upp. Núna eftir 2 ár hefur hann ekki gert neitt í því að ég addaði honum ekki enda hefur maðurinn örugglega betri hluti að gera.

Fyrir utan Tom hefur myspace verið fínt þangað til nú. Núna eru þessar endalausu viðbætur sem sumar hafa engan tilgang og allir að bjóða manni í þær. Á facebook getur maður blokkað þessar beiðnir en hinsvegar er það ekki hægt á myspace.
Undanfarið hefur groups eða grúppur verið að aukast hrikalega á myspace og allar hljóma þær svona:

  • Ef 700 manns joina hleyp ég nakin niður laugarveginn
  • Félag fyrir tyggjófíkla
  • Félag fyrir þá sem eru búin að fá nóg af 95 og 96 módelum
Og svona er hægt að halda endalaust áfram.
Persónulega þá þoli ég ekki þessar grúppur. Mér finnst þær algjörlega tilgangslausar og leiðinlegar. Ég man að ég gerði grúppu fyrir löngu sem hét "Íslenskt pönk". Það var grúppa sem hafði tilgang. Ég meina allir elska tyggjó en er hægt að segja það sama um Íslenskt pönk? Svarið er nei!

Á myspace er líka svona top friends drama. Tildæmis ef Kalli er ekki í top friends hjá Ölmu en Emil er í top friends þá heldur Kalli að Alma líti ekki á hann sem vin. Þetta er algjörlega fáranlegt! Ég meina hvað með það ef Kalli er ekki í top friends hjá Ölmu. Þau eru ekkert minni vinir þrátt fyrir það. Ég nenni yfirleitt ekki að standa í svona dæmi svo ég hef oftast bara einhverja í top friends sama þótt ég hafi aldrei hitt þá eða er alltaf með þeim.

Á facebook er þetta öðruvísi. Þar er enginn geðveikur prófíll, maður getur blokkað viðbætur, það eru ekki endalaust af tilgangslausum grúppum, það er ekkert top friends drama og það er enginn Tom

Yfir höfuð er myspace hin mesta rusl síða!

Anarkismi

Jæja ég hef fengið nóg af fólki sem heldur að anarkismi sé algjört chaos og stjórnleysi svo ég ætla að gera stutta grein um anarkisma

Hvað er anarkismi?
Anarkismi er pólitísk hugmyndafræði og lífstíll sem inniheldur pólitísk og persónuleg viðhorf á samfélagið sem við lifum í, í dag. Anarkismi byggist á því að við getum byggt upp samfélag saman án yfirvalds. Anarkistar vilja hreinlega jafnrétti og frið án yfirvalds.
Anarkistar eru EKKI brjálaðir rebels sem vilja eyðileggja allt. Anarkistar vilja frið. Þeir vilja að við byggjum upp samfélagið saman og virðum hvorn annan. Þeir vilja EKKI chaos!

En gengur samfélag upp án yfirvalds?
Við höfum reynt svo margar leiðir með einhverju yfirvaldi. Allar þessar leiðir byrjuðu vel en þar sem vald skapar græðgi og illsku þá enduðu allar þessar leiðir illa. Margar af þessum leiðum voru góðar í byrjun en enduðu illa útaf því að þeir sem sátu við stjórn fengu ekki nóg. Þeir vildu meira og meira. Kannski er vald bara of þungur hlutur að mannkynið getur ekki lyft honum. Ættum við ekki bara að leggja valdið niður? hvíla okkur á öllum þessum þunga og byrja að vinna saman á nýju og betra samfélagi?

Hvaða kostir fylgja samfélagi án yfirvalds?

  • Friður
  • Kærleikur
  • Samvinna
  • Gleði

Takk fyrir mig. Endilega komið með ykkar skoðanir á þetta.

Tónleikar @ Gallerí Gónhóll

Ég fór á tónleika í gær. Djöfull voru þeir góðir. Ég ætla að fara yfir þá í stuttu máli

Dust Cap
Þriðja skiptið sem ég fer á tónleika með Dust Cap. Þeir eru alltaf hressir. Vinur minn var að heyra í þeim í fyrsta skiptið á þessum tónleikum og keypti diskinn þeirra þegar þeir voru búnir að spila. Annars keypti ég diskinn líka og hlustaði á hann þegar ég kom heim.

Muck
Fyrsta skiptið sem ég sé þá live. Fannst þeir helvíti góðir bara. Keypti svo bol frá þeim fyrir tónleikana.

Momentum
Annað skiptið sem ég fer á tónleika með Momentum. Fyrsta skiptið sem ég fór þá fannst mér þeir góðir en núna voru þeir svona lala. Eins og vinur minn sem ég fór með á fyrstu tónleikana með þeim sagði þegar þeir voru búnir að spila: "Þetta var ekki eins og síðast. Það vantaði einhvern til að mixa hjá þeim í þetta skipti"

Forgarður Helvítis
Annað skiptið sem ég fer á tónleika með Forgarðinum. Djöfull voru þeir góðir. Held ég hafi aldrei slammað eins mikið. Ég fór í pittinn en meikaði hann reyndar ekki svo ég stökk úr honum og til vina minna og fór aftur að slamma. Forgarðurinn er alltaf hress.

Celestine
Fyrsta skiptið sem ég fer á tónleika með þeim og ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Fannst þeir ekkert sérstakir þegar ég hlustaði á þá í tölvunni minni en eftir að hafa farið á tónleika með þeim þá er ég eiginlega bara byrjaður að fýla þá í botn.

--------------------------

Gallerí Gónhóll var klárlega staðurinn til að halda þessa tónleika á. Flott lýsing, lítill og þægilegur staður.

Takk fyrir mig.

Bíómyndir

Ég horfi mikið á bíómyndir og vil þess vegna telja upp nokkrar af mínum uppáhalds myndum upp. Mæli sterklega með að þið horfið á þær.

Clockwork Orange
Eftir Stanley Kubrick



Það eru ekki margir sem fýla þessa mynd en einhvað við hana lætur mig dýrka hana. Myndin er um vandræðagemlinginn og geðsjúklingin Alex sem fer út að gera einhvað að sér á hverjum degi með 3 öðrum vinum sínum. Eitt kvöld gengur Alex svo langt að hann verður konu óvart að bana. Er hann því dæmdur í fangelsi og þar er farið illa með hann. Eina sem Alex langar að vera er að vera góður og þegar hann fréttir að það væri að gera tilraun í að gera illan hug glæpamanna góðann þá ákveður hann strax að taka þátt í þessari tilraun. Hvað gerist svo? Ja, ég ætla ekki að eyðileggja myndina fyrir ykkur.
Allavega er þetta frábær mynd og ég mæli sterklega með að horft sé á hana. Hún er svolítið skrýtin en það er bara betra.

Dark City
Eftir Alex Proyas




Já þessi mynd er örugglega eina sci-fi þvælu myndin sem ég fýla. Myndin byrjar á að aðalpersónan John Murdoch ( Rufus Sewell ) vaknar í baðkari. Hann man ekki neitt og veit ekki einu sinni hvað hann heitir. Skyndilega hringir síminn og svarar prófessorinn Dr. Daniel Schreber ( Kiefer Sutherland ) og segir að John sé tilraun hans. Þegar John fer fram sér hann dána konu liggjandi á gólfinu. Hvað gerðist? Drap hann hana? Þið verðið að horfa á myndina til þess að vita það.

The Wicker Man
Eftir Robin Hardy



Frábær Bresk mynd frá árinu 1973. Það var gert endurgerð á þessari mynd hitt í fyrra og satt að segja þá var endurgerðin hræðileg. Myndin er um litla eyju í Skotlandi. Lögreglumaðurinn Neil Howie er sendur þangað til að rannsaka hvarf ungrar stúlku. Er hann rannsakar hvarfið kemst hann af skrýtnum siðum eyjaskeggja og dularfulla hluti sem gerast í kringum þá.
Ég vil helst ekki segja meira frá myndini en ef þið fýlið alvöru gamlar spennu/hryllingsmyndir þá mæli ég sterklega með þessari. Hún er ekki eins og þessar leiðinlegu bandarísku hryllingsmyndir sem eru alltaf með sama söguþræðinum. Þessi er ekki full að blóði og viðbjóði. Þessi mynd er alvöru hryllingsmynd og hananú!


Þetta eru nú ekki allar uppáhaldsmyndirnar mínar enda myndi ég aldrei nenna að telja þær upp. Endilega tékkið á þessum myndum.

Opeth

Jæja ég lofaði góðu bloggi en hef enga frábæra hugmynd á hvað ég ætti að blogga um svo ég ætla að kynna ykkur fyrir hljómsveitini Opeth ( þeim sem kannast ekki við hana )

Allavega þá er Opeth progressive death metal hljómsveit frá Svíþjóð sem spila bæði lög á rólega kanntinum og reiða kanntinum og er hún í miklu uppáhaldi hjá mér

Hér ætla ég að sýna ykkur 2 lög með þeim:


Þetta lag heitir Master's Apprentice. Það er eitt af mínum uppáhaldslögum með þeim og er það eitt af þessum reiðu lögum þeirra.

og hér er eitt af nýja disknum þeirra sem heitir Burden og er frekar rólegt:


Jæja endilega segið hvað ykkur finnst

Voða lítið

Hef verið voða upptekinn í allan dag svo ekkert ofurblogg í dag
fer bara yfir það sem ég hef verið að gera í dag

Í skólanum vorum við nemendurnir að reyna að útskýra kjaftasögur og lygar sem hafa verið að berast í skólann og þaðan í foreldra okkar.

Svo fór ég á Selfoss

Og strax eftir það fór ég í björgunarsveitaræfingu og þar var verið að kenna manni að leita að fólki

En nú sit ég heima í tölvunni og fer örugglega að sofa eftir smá.

Kveð ykkur öll og góða nótt.

Hvor er merkilegri?


Þessi Eða Þessi

Svarið er: Þeir eru jafn merkilegir

Ég er orðinn helvíti þreyttur á þegar fólk segir: ,,Þessi er svo frægur. Afhverju get ég ekki verið jafn merkileg/ur og hann?''. Oftast er svar mitt við þessari spurningu: ,,Ja, þú ert núþegar jafnmerkileg/ur og hann". Þótt maður sé róni eða forseti þá er maður ekkert merkilegri ef maður er forseti og maður er ekkert ómerkilegri ef maður er róni. Við erum öll jafnmerkileg og eigum ekki að hugsa að einhver sé merkilegri eða ómerkilegri en við sjálf. Tildæmis þegar ég sé "celeb" vera að rölta úti þá fer ég ekkert að monta mig að því og segja ,,Ó mæ gosh, ég sá þússt Jónsa vera fá sér pylsu í Bæjarins Bestu". Það gerir mig ekkert merkilegri á því að hafa séð hann og hann er ekkert merkilegri en ég eða þú. Satt að segja þá sjáum við "celebs" á hverjum degi í auglýsingum, slúðurblöðum, úti á röltinu, við matarborðið heima hjá okkur og þegar við horfum í spegil. Með þessu er ég að meina að við erum öll "celebs" og við erum öll jafnmerkileg "celebs". Á hverjum degi þegar við sjáum Hollywood stjörnur, listamenn, tónlistarmenn og stjórnmálamenn hugsum við: ,,Ég vil verða eins og þessi. Hann á fullt af peningum og hann er frægur" í staðinn en að hugsa um að peningar og frægð gerir fólk ekki merkilegri né hamingjusamari og að maður eigi frekar að gera einhvað sem maður sjálfur vill. Eina sem þessi "celebs" hugsa um er peningar, frægð og græðgi en þau vilja kannski ekki hugsa um það. Þvímiður er peningar, frægð og græðgi illska sem dregur fólk að sér.

Nú er spurningin: ef þú værir fræg hollywood stjarna eða moldríkur forseti, myndi það gera þig einhvað merkilegri og hamingjusamari en þú ert í dag?

Kínverks hljóðfæri

Jæja ég var að spjalla við vin minn Vignir í gegnum msn og við vorum að tala um hljóðfæri. Þar sem hann var í Kína á þessu ári þá ákvað hann að sýna mér nokkur myndbönd af kínverskum hljóðfærum á YouTube. Eftir að hafa horft á þessi myndbönd þá er ég ákveðinn í að fá mér einhvetímann svona hljóðfæri. Allavega þá ætla ég að deila þessum myndböndum með ykkur og endilega segið mér hvað ykkur finnst.


GuZheng


GuQin


DiZi


PiPa

En Sniðugt



Já ég ætla svo sannarlega að treysta þessum flokk!


Þetta sem ég var að segja núna var pjúra kaldhæðni og lýgi
Þessi flokkur er algjörlega að skíta á sig. Þeir ljúga og leika sér að þjóðinni og græða og græða. En svo þegar þeir geta það ekki lengur og eru háskuldugir þá vilja þeir að allir vorkenni sér útaf þeir eiga engan pening til að borga skuldirnar sínar. Svo þegar einhver sér hversu asnalegir þeir eru og ákveða því að fara að mótmæla þá senda þessir menn þræla sýna ( lögregluna ) á mótmælendur. Ég veit að ég er bara 15 ára og ætti ekkert að vera að spá í svona hlutum en ekki ætla ég að borga skuldir auðmanna í framtíðinni. Hvað varð um að fólk megi tjá sig og allir skuli ákveða hluti í sameiningu? Jaa, það dó fyrir mörgum öldum þegar norðmenn tóku yfir Ísland. Áður en norðmenn tóku yfir Ísland var þingi skipað og hlutir ræddir og ákveðnir í sameiningu. Eftir það var bara einn maður sem samþykkti hlutina. Fyrst konungar noregs, síðan konungar dana og svo loks fengum við sjálfstæði. Ekki mikið sjálfstæði hinsvegar því einhver þurfti að taka völd og gera það sama sem konungar noregs og konungar dana voru búnir að gera og það er að eiga ríkið. Jæja lítum á ísland í dag. Erum við að ráða einhverju? Höfum við rétt á einhverju? Höfum við verið að samþykja hluti í sameiningu? Höfum við verið að hjálpast að með efnahagsmálin? Svarið við þessu öllu er: Nei! Og afhverju? Útaf því að ríkisstjórnin vill það ekki! Ríkisstjórnin vil redda öllu sjálf og þegar þeir eru búnir að redda þessu halda þeir að við munum taka þeim sem hetjum og byrja að treysta þeim aftur. En geta þeir gert einhvað í þessu og verið að ljúga að okkur í sjónvarpi á sama tíma? Nei og þess vegna verðum við að gera einhvað! En ríkisstjórnin vil það ekki og þess vegna sendir hún þræla sýna á okkur þegar við mótmælum. Afhverju? útaf því að ríkisstjórnin vil að við lítum á sig sem einhversskonar frelsara og guð. Afhverju láta þeir þannig? Því vald skapar græðgi, illsku og lætur þá sem taka við valdi líta stórt á sjálfan sig, svona eins og hann sé merkilegastur. Hvað er hægt að gera í stöðunni? Mótmæla og hætta að hlusta á þá sem hafa völd því ef við hlustum ekki á þá, þá strax fellur þetta vald sem þeir hafa og græðgin og illskan sem fylgir valdinu fer líka. Það er bara staðreynd.

Endilega komið með skoðanir á þetta.

Takk og bless.
Ægir Máni Bjarnason

Nýtt blogg

Ég hef tekið þá ákvörðun að stofna nýtt blogg. Ég heiti Ægir Máni Bjarnason og er 15 ára strákur frá Eyrarbakka. Ég kann svo lítið á bloggheiminn þótt ég sé búinn að eiga um 100 bloggsíður svo ég ætla bara að segja þetta komið. Bloggið verður betra því get ég lofað.