Álfrún Auður á afmæli

Þegar ég var fruma þá kynntist ég henni Álfrúnu Auði. Við hétum engum nöfnum en ég kallaði hana alltaf fruma 2. Satt að segja þá þoldi ég hana ekki á þeim tíma þar sem hún var alltaf að pota nefinu sínu í allt og skamma mann. Þegar ég varð að barni þá vissi ég að hún yrði næst en auðvitað hugsaði ég: ,,Haha það gerist aldrei! Ég mun vera einkabarn!'' ( En annað kom í ljós. Mamma eignaðist 4 börn í viðbót og pabbi 2 ). Þegar ég frétti af því að fruma 2 væri að koma í heiminn reyndi ég allt til að stoppa fæðinguna. Ég nennti bara ekki að standa í því að fá hana í heiminn. En eftir miklar tilraunir við að stoppa fæðingu hennar gafst ég upp. Síðan 18. desember 1994 fæddist fruma 2 nema hún hét ekki fruma 2 heldur Álfrún Auður Bjarnadóttir og var alveg hreint gullfallegt barn. Ég var afbrýðisamur í fyrstu en byrjaði svona að tala við hana, spurja hvernig það væri að vera komin í heiminn en eina sem hún svaraði var bara: ,,Gúgú''. ,,Yes, hún er mállaus'' hugsaði ég. Núna gat hún ekki nöldrað í mér og skammað mig. Ég fór að stríða henni svolítið mikið eftir það því ég vissi að hún gæti ekkert svarað mér. Einn daginn brá mér voða mikið. Álfrún sagði: ,,Æjiþ, ush'' meðan ég var að stríða henni. Nú var ég byrjaður að átta mig á því að restin af ævi minni myndi verða algjört helvíti. Álfrún var byrjuð að tala og loks gat hún byrjað að rífast og skammast í mér.
Mér skjátlaðist hinsvegar. Álfrún skammaði mig og reifst í mér jú, en ég áttaði mig á því að það var aðeins útaf henni þótti vænt um mig og gerði þetta bara til að hjálpa mér. Mér þykir alveg afskaplega vænt um hana og hún er klár og ákveðin stelpa. Ég vil þakka sjálfum mér að ég gafst upp á því að stoppa fæðinguna hennar því ef ég hefði gert það hefði ég aldrei kynnst þessari yndislegu stelpu almennilega.
Álfrún Auður Bjarnadóttir til hamingju með afmælið og haltu áfram að vera klár og ákveðin. Elska þig sem mest elsku systir mín. Komdu nú heim úr skólanum svo ég geti spilað Trivial Pursuit með þér.

1 comments:

  Anonymous

December 18, 2008 at 1:18 PM

Ég fór nú bara að gráta þegar ég las þetta hjá þér Ægir minn. Mikið talarðu fallega um systur þína. Haltu áfram að skrifa. Knús til þín. Og já jólin eru góður tími og góð samvera fjölskyldna ef við erum svo heppin að eiga einhvern að og vera heilbrigð. Góð hugleiðing hjá þér.